fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 19:21

Caoimhín Kelleher er í byrjunarliði Liverpool í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Ajax eigast við í D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Byrjunarliðin eru komin í hús. Stóru fréttirnar eru þær að Alisson, markmaður Liverpool, hefur bæst á meiðslalistann og verður ekki með í dag. Í stað hans kemur Kelleher. Hann spilaði síðast á síðustu leiktíð gegn Shrewsbury í enska bikarnum.

Aðrir leikmenn í byrjunarliði Liverpool eru Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Salah, Mane og Jota. Klopp gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Byrjunarlið Ajax er þannig að Onana er í marki. Aðrir leikmenn eru Mazraoui, Schuurs, Blind, Tagliafico, Gravenberch, Alvarez, Klaassen, Neres, Tadic og Antony.

Liverpool kemst áfram í 16-liða úrslit ef þeir vinna eða gera jafntefli í kvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð