fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Íslands sagður hafa verið ölvaður og farið yfir strikið þegar hann ræddi við stelpurnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 16:36

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa verið ölvaður og hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn liðsins á þriðjudag. Þetta gerðist sama kvöld og Ísland tryggði sig inn á Evrópumótið. Það er Fótbolti.net sem fjallar um málið.

„Í fögnuði um kvöldið var áfengi haft um hönd og þá komu upp atvik. Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins var undir áhrifum áfengis og þótti hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi,“ skrifar Hafliði Breiðfjörð í grein á Fótbolta.net í dag.

Jón Þór kom liðinu inn á Evrópumótið með sigri á Ungverjalandi og eftir þann leik var fagnað. „ Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar,“ segir Jón Þór í samtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net.

Í frétt Fótbolta.net kemur fram að miðilinn hafi sent fyrirspurn á KSÍ vegna framkomu Jóns. „Óskaði Fótbolti.net svara um áfengisdrykkju í landsliðsferðum og í kringum leikmenn í hópnum sem ekki eru sjálfráða,“ segir í frétt miðilsins.

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ segir málið til skoðunar hjá sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“