fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Læknir Maradona í áfalli vegna rannsóknar lögreglu: „Mér líður hræðilega“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 08:38

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Maradona.

Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo í gær. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi.

Leopoldo Luque og Maradona

Fyrr í vikunni hafði lögfræðingur Maradona, Martias Morla, krafist rannsóknar á dauðsfalli Maradona. Ástæðan fyrir því hafi meðal annars verið sú að hann hafði ekki fengið læknisskoðun í yfir 12 klukkutíma áður en hann lést.

Læknirinn kveðst hins vegar saklaus. „Ég gerði alltaf mitt besta fyrir vin minn,“ sagði Luque eftir að lögreglan hafði leitað á heimili hans.

„Ég var í áfalli þegar lögreglan kom heim til mín, ég mun aðstoða þá eins og ég get. Ég veit hvað ég gerði, ég gerði allt fyrir Diego fram á síðustu stundu. Ég gerði mitt besta.“

„Mér líður hræðilega, vinur minn lét lífið. Ég kenni mér ekki um neitt, þetta er mjög ósanngjarnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið