fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Frumsýna sérstaka treyju til heiðurs Maradona í kvöld

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 13:49

Fyrir leik Napoli og Rijeka á dögunum / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska liðið, Napoli, mun spila í búningum sem eru sérstaklega hannaðir til heiðurs Diego Armando Maradona, þegar liðið mætir Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Maradona lést á dögunum 60 ára að aldri.

Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli. Hann lék með liðinu á árunum 1084-1991. Á sínum tíma með Napoli lék hann 259 leiki með liðinu og skoraði í þeim 115 mörk.

Þá var Maradona hluti af báðum sigrum félagsins í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 1986-86 og 1989-90. En hann vann einnig UEFA Cup með liðinu tímabilið 1988-89.

„Fyrir ári síðan, í samstarfi við Kappa, fórum við af stað með þá hugmynd að hanna sérstaka treyju sem myndi halda í heiðri Diego Maradona, hans ást á Argentínu og sterkum tengslum leikmannsins við íbúa Napoli. Það var von okkar að Diego myndi fá að sjá treyjuna, jafnvel klæðast henni,“ segir í tilkynningu frá Napoli.

Frumsýning treyjunnar í leik kvöldsins muni verða sérstök

„Kombat treyjan sem leikmenn munu klæðast í kvöld, mun bera með sér sterkari skilaboð og tengingu en við höfuðum ímyndað okkur í upphafi þessa ferlis,“ segir í tilkynningu Napoli.

Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær