fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Jón Þór: „Við kláruðum þennan leik frábærlega“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 21:04

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum ánægður eftir 1-3 endurkomusigur liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að íslenska liðið á ennþá góða möguleika á sæti í lokakeppni EM.

„Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. En við vitum það að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við,“ sagði landsliðsþjálfarinn í viðtali eftir leik.

Hann hrósar spilamennsku liðsins í seinni hálfleik sem og karakter liðsins.

„Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Munurinn, baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði Jón Þór

Endurkoma liðsins í leiknum heillaði landsliðsþjálfarann.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er þessi endurkoma, hvernig við komum til baka í þennan leik og náum að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari eftir leik.

Næsti leikur liðsins er við Ungverjaland þann 1. desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?