fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir úr mikilvægum sigri Íslands í Slóvakíu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 19:09

Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan 1-3 sigur á því Slóvakíska í undankeppni EM. Íslenska liðið lenti undir í leiknum en náði að snúa stöðunni sér í hag og vinna leikinn. Sigurinn er mikilvægur sökum þess að íslenska liðið á enn þá góðan möguleika á að komast í lokakeppni EM.

Slóvakía komst yfir í leiknum með marki á 25. mínútu en mark frá Berglindi Björgu og tvö mörk úr vítaspyrnum frá Söru Björk sáu til þess að Ísland vann 1-3 sigur.

Íslenska liðið sýndi mikinn karakter og vann mikilvægan sigur. Ísland tryggði sér 2. sæti riðilsins og þarf nú að vinna síðasta leik sinn í riðlinum til þess að eiga góða möguleika á sæti á EM. Ljóst er að Svíþjóð endar í efsta sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppnina.

Hér má sjá einkunnir úr leiknum:

Sandra Sigurðardóttir 6
Hefði mögulega geta gert betur í markinu sem liðið fékk á sig en annars reyndi lítið á hana

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 
Stöðugur leikur hjá Gunnhildi, skilaði sínu vel.

Glódís Perla Viggósdóttir 7 
Átti fínan leik, var óheppin að skora ekki, frábær markvasla kom í veg fyrir það

Ingibjörg Sigurðardóttir 6
Flottur leikur hjá Ingibjörgu í hjarta varnarinnar

Hallbera Guðný Gísladóttir 7
Var einn af ljósu punktunum í fyrri hálfleik og byggði á þeirri frammistöðu í þeim seinni.

Sara Björk Gunnarsdóttir 8
Sást lítið í fyrri hálfleik en kom af krafti í þann seinni, stjórnaði liðinu vel og skoraði tvö mörk.

Alexandra Jóhannsdóttir 6
Fínn leikur hjá Alexöndru á miðjunni.

Agla María Albertsdóttir 7
Gerði virkilega vel í aðdraganda fyrsta marks Íslands og átti góðan leik.

Sveindís Jane Jónsdóttir 9 – Maður leiksins
Sveindís ógnaði með hraða sínum og tækni, átti stoðsendingu í fyrsta marki Íslands og lykilsendingu í aðdraganda þriðja marksins.

Elín Metta Jensen 8
Átti góðan og stöðugan leik.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 7
Fínn leikur hjá Berglindi, sérstaklega í seinni hálfleik. Skoraði fyrsta mark Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Í gær

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning
433Sport
Í gær

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“