fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Maradona, ein skærasta knattspyrnugoðsögn allra tíma, lét í lífið í gær vegna hjartaslags. Maradona var 60 ára gamall þegar hann lést en hann er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann lék með nokkrum af frægustu liðum heims eins og Barcelona, Napoli, Boca Juniors og Sevilla.

Arnór Guðjohnsen var sogrmæddur að fá tíðindin í gær og ræðir málið við Fréttablaðið. „Það er mikið áfall að heyra þessi tíðindi og afar sorglegt. Þetta er leikmaður sem var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og að mínu mati er hann besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var náttúruundur í knattspyrnunni og það var unun bæði að sjá hann spila og njóta þess heiðurs að vera inni á sama velli og hann. Maradona var listilega góður með boltann, en auk þess að geta skapað færi fyrir sjálfan sig gerði hann samherja sína betri, sem er frábær eiginleiki að búa yfir,“ segir Arnór í samtali við Hjörvar Ólafsson á Fréttablaðinu.

Arnór og Maradona mættust einu sinni innan vallar en þeir hittust svo síðast í Moskvu árið 2018 þegar Ísland og Argentínu mættust á Heimsmeistaramótinu.

„Ég hitti hann svo fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Þá spjallaði ég við hann í boðssal fyrir leikinn og það fór bara vel á með okkur.“

Arnór hafði þá átt í viðræðum við félag sem Maradona ætlaði að taka við og Eiður Smári Guðjohnsen ætlaði að ljúka ferlinum undir hans stjórn.

„Hann var kurteis og þægilegur í samskiptum sínum við mig en við rifjuðum upp þegar það stóð til að Maradona tæki við liði einhvers staðar á Arabíuskaganum og það voru þreifingar um að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum þar undir hans stjórn. Það var gaman að hitta hann þarna í Moskvu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt