fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Guðjón Þórðar hættur hjá Víking Ólafsvík

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 18:50

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson, sem þjálfaði Víking Ólafsvík síðastliðið ár, er hættur hjá félaginu. RÚV greinir frá.

Guðjón segir í færslu á Facebook að ekki hafi náðst samkomulag um áframhaldandi samstarf.

„Ljóst er orðið að ég verð ekki í þjálfari Víkings Ólafsvík á næstu leiktíð þó ég hafi haft áhuga á því. Mismunandi áherslur sem leiddu til þess að ekki náðist samkomulag um framhald á samstarfi. Þrátt fyrir að ég hafi gert þeim tilboð sem ég tel að hafi verið mjög sanngjarnt miðað við gefnar forsendur og mun lægra en forveri minn í starfi hafði. Ég óska Víkingum alls hins besta og þakka samstarfið. Leikmönnum, aðstoðarmanni og öðru samstarfsfólki vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf. Fótboltakveðja,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni.

Undir stjórn Guðjóns endaði Víkingur Ólafsvík í núnda sæti í Lengjudeildinni. Þeir sigruðu fimm leiki, fjórir enduðu með jafntefli og 11 lauk með tapi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum