fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Hamren um Ísak Bergmann: „Gæti byrjað sinn feril með landsliðinu á Wembley, heppinn strákur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 11:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren stígur sinn síðasta dans sem þjálfari Íslands gegn Englandi á Wembley á morgun. Um er að ræða síðasta leikinn í Þjóðadeildinni þar sem liðið er án stiga.

Eins og áður fer leikurinn fram fyrir luktum dyrum vegna COVID-19 en Erik Hamren hefur ekki áhyggjur af því að smit komi upp hjá liðinu. „Ég hef ekki áhyggjur af liðinu, ég treysti starfsliði okkar. Við höfum verið mjög agaðir í þessu. Hlutir geta auðvitað komið upp þrátt fyrir að þú sért að vanda þig. Ég hef ekki haft áhyggjur, þetta er fjórða landið okkar á sex dögum. Þetta hefur ekki verið vandamál í okkar hóp,“ sagði Hamren.

Gylfi Þór Sigrðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Viðar Örn Kjartansson og Hörður Björgvin Magnússon eru fjarverandi á morgun.

„Við spilum alltaf okkar sterkasta liði sem er í boði, við höfum spilað tvo keppnisleiki. Við erum í meiri vandræðum en England og Danmörk sem fengu einn vináttuleik. Það hefur áhrif á okkur, við getum ekki drepið leikmennina og spilað þeim alla þrjá leikina í 90 mínútur. Margir eru líka að spila mikið með félagsliði, það eru nokkur meiðsli. Við þurfum að hugsa um það, við reynum alltaf að stilla upp okkar besta liði. Við vitum að við föllum í B-deild Þjóðadeildarinnar en það er alltaf stoltið. Þegar þú spilar fyrir landsliðið þá ertu að spila fyrir þjóð þína.“

„Það er alltaf mikilvægt að vera stoltur þegar þú spilar fyrir þjóðina, við viljum alltaf vinna. Við höfum alltaf reynt að vinna, þetta hefur verið erfið Þjóðadeild. Ég vil sjá góða frammistöðu og þá geta úrslitin komið í kjölfarið.“

Ísak Bergmann Jóhannesson ásamt fjórum öðrum úr U21 landsliðinu er mættur til Englands, hann gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á morgun.

„Ísak er mættur hingað ásamt fjórum öðrum úr U21 árs landsliðinu. VIð sendum sex leikmenn heim og fimm komu inn í þeirra stað. Ísak er hæfileikaríkur eins og hinir, hann verður mikilvægur hlekkur fyrir Ísland í framtíðinni. Þeir eru hérna til að fá reynslu með A-landsliðinu. Ísak gæti byrjað sinn feril með landsliðinu á Wembley, það er draumur hjá mörgum. Hann er heppinn strákur.“

„Við reynum alltaf að ná í stig, ég myndi elska það að vinna leikinn sem er minn síðasti með liðið. Það væri líka frábært fyrir leikmennina sem eru að hætta með landsliðinu og fyrir þá ungu sem eru að byrja. Að spila gegn Englandi er merkilegt og það á Wembley.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær