fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Fimm þjálfarar sem KSÍ gæti skoðað til að taka við af Erik Hamren

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Erik Hamren sem landsliðsþjálfara Íslands er á enda á næstu dögum eftir að íslenska landsliðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið í knattspyrnu. Óvíst er hvort KSÍ muni setjast niður með Hamren og bjóða honum að halda áfram með liðið.

Hamren hefur gert ágætis hluti með íslenska landsliðið en féll á stóra prófinu í gær, eftir að hafa komist inn á tvö stórmót í röð voru gerðar væntingar til þess að liðið kæmist inn á Evrópumótið. Hamren tók við íslenska liðinu eftir Heimsmeistarmótið 2018.

Möguleiki er á því að Guðni Bergsson og stjórn KSÍ skoði aðra kosti en Hamren hefur unnið við erfiðar aðstæður, lykilmenn hafa verið heilsulausir eins og sást á vellinum í gær.

Ef stjórn KSÍ ákveður að fara í breytingar eru hér fimm aðilar sem gætu fengið boð um að taka starfið að sér.

Arnar Þór Viðarsson

Er þessa dagana sterklega orðaður við starfið en Arnar er í dag þjálfari U21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Hafði þjálfað í Belgíu áður en hann tók til starfa hjá KSÍ, gæti komið til greina ef horft er til þjálfara hér heima.

Getty Images

Stale Solbakken

Solbakken var rekinn úr starfi hjá FCK í síðasta mánuði og hann gæti verið til í að reyna fyrir sér með landsliðið. Gerði gott mót hjá FCK en hefur einnig þjálfað Wolves og Köln.

Anton Brink

Rúnar Kristinsson

Nafnið sem er oftast nefnt til sögunnar þegar eftirmaður Erik Hamren er ræddur, hefur spilað flesta landsleiki fyrir hönd Íslands og hefur náð góðum árangri í þjálfun hjá KR.

Heimir Guðjónsson

Sá íslenski þjálfari sem hefur mesta reynslu í Evrópukeppnum gæti verið kostur fyrir KSÍ að skoða, sigurvegari af guðs náð.

Åge Hareide

Fékk ekki að halda áfram með danska landsliðið þrátt fyrir góðan árangur, leikstíll Hareide gæti hentað íslenska landsliðsins. 67 ára með mikla reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði