fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Hvað gerir Óli Jó? – Tekur hann sér frí eða gæti hann endað í Kaplakrika með Eiði Smára?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar Stjarnan sendi það út í morgun að Ólafur Jóhannesson hefði af eigin ósk látið af störfum sem annar af þjálfurum liðsins. Ár er síðan að Ólafur tók við í Garðabænum og stýrði liðinu aftur inn í Evrópukeppni með Rúnari Páli Sigmundssyni.

Uppsögn Ólafs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því engar vísbendingar eða sögusagnir höfðu verið á kreiki um að hann myndi yfirgefa Garðabæinn.

Ef lesa má í ummæli Ólafs sem komu fram í yfirlýsingu Stjörnunnar þá er hann á leið í frí. „ Þetta hefur verið langt og skrítið tímabil og nú er komið að kærkomnu fríi,“ sagði Ólafur en hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum eftir að þessi tilkynning kom út í morgun.

Ólafur ætlaði að taka sér frí síðasta haust þegar Valur lét hann fara en tilboðið frá Stjörnunni heillaði, hans gamla félag FH hefur ekki ráðið í stöðu þjálfara fyrir næsta tímabil. Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru samningslausir eftir að hafa snúið við gengi FH á miðju sumri.

Ólafur hefur samkvæmt heimildum gengið með þann draum að snúa einn daginn aftur til FH þar sem hann stimplaði sig inn sem einn besti þjálfari landsins, hann hætti með FH árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu.

Þær sögur heyrast nú víða að Ólafur gæti verið að snúa aftur í Kaplakrika og ekki er útilokað að hann og Eiður Smári Guðjohnsen stýri liðinu saman. FH hefur rætt við Eið Smára um að halda starfinu áfram en ekkert samkomulag um slíkt er í höfn, þá hefur Davíð Þór Viðarsson verið orðaður við stöðu aðstoðarþjálfara.

Ólafur hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðu Þróttar en samkvæmt heimildum eru litlar líkur á því að einum farsælasta þjálfara í sögu Íslands hugnist að taka við einu slakasta liði næst efstu deildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt