fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Vináttuleik á milli Englands og Þýskalands aflýst vegna Covid-19 smits

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 25. október 2020 16:40

Jill Scott í leik með enska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt hefur verið við vináttulandsleik á milli Englands og Þýskalands vegna Covid-19 smits. Smitið kom upp hjá starfsmanni enska liðsins samkvæmt heimildum BBC.

Enska liðið var saman við æfingar í vikunni og átti leikurinn við Þýskaland að fara fram á þriðjudaginn. Eftir að smitið kom upp var leiknum aflýst og æfingum landsliðsins hætt.

Phil Neville landsliðsþjálfari Englands segir að þau vilji ekki taka séns á því að einhver í hópnum greinist smitaður í Þýskalandi. Ef það myndi gerast þyrfti viðkomandi að vera í einangrun í þýskalandi í 14 daga samkvæmt reglum þar í landi.

Evrópumeistaramót kvenna átti að fara fram á Englandi næsta sumar. Mótinu var frestað um ár vegna Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna