SönderjyskE sigraði Randers 1-2 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Ísak Óli Ólafsson sat á varamannabekk SönderjyskE og kom inn á á 89. mínútu.
Leikurinn byrjaði með látum. SönderjyskE skoraði fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu. Þar var að verki Anders Jacobsen. Randers jafnaði metin á áttundu mínútu með marki frá Mathias Greve.
Á 27. mínútu var Victor Ekani, leikmaður SönderjyskE, rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á tveimur mínútum og þar með rautt. Þrátt fyrir að vera manni færri komst SönderjyskE yfir á 42. mínútu með marki frá Haji Wright sem var jafnframt sigurmarkið.
SönderjyskE eru á toppi deildarinnar með 13 stig. Randers eru í níunda sæti með fjögur stig.
Randers 1 – 2 SönderjyskE
0-1 Anders Jacobsen (6′)
1-1 Mathias Greve (8′)
1-2 Haji Wright (42′)