Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjóri Rangers virðist ekki hagnast mikið á því að eiga stóran hlut í vatnsfyrirtækinu Angel Revive.
Fyrirtækið skuldar nú um 180 milljónir og hafa skuldir félagsins aukist talsvert undanfarið en Gerrard hefur verið duglegur að auglýsa fyrirtækið á samfélagsmiðlum.
Vatnið er tekið úr lind í Lancashire héraði og sett á flöskur, vatnið á höfða til efnameira fólks en það virðist ekki hafa heppnast.
Gerrard er sterk efnaður og ætti því ekki að finna mikið fyrir því að tapa smá aurum í þessu verkefni en óvíst er með framtíð fyrirtækisins.
Eignir félagsins eru metnar á rúmar 20 milljónir en skuldirnar eru um 180 milljónir íslenskra króna.