fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 15:00

Virgil van Dijk meiddist eftir tæklingu frá Pickford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Liverpool er með á borði sínu rannsókn er varðar morðhótanir í garð liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton eftir leik helgarinnar.

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Van Dijk skaddaði liðbönd í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.

Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og líklega spilar hann ekki meira á þessu tímabili.

Stuðningsmenn Liverpool hafa verið ansi óhressir með að Pickford hafi ekki fengið rautt spjald og margir brugðið á það ráð að senda honum skilaboð í gegnum samfélagsmiðla.

Þannig segja ensk blöð að morðhótanir séu til skoðunnar hjá lögreglu en þær beinast einnig að Richarlison leikmanni Everton sem fékk rautt spjald í leiknum.

Þá hefur David Coote sem var í VAR herberginu í leiknum verið settur í frystikistuna og mun hann ekkert dæma á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah