fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 15:00

Virgil van Dijk meiddist eftir tæklingu frá Pickford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Liverpool er með á borði sínu rannsókn er varðar morðhótanir í garð liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton eftir leik helgarinnar.

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Van Dijk skaddaði liðbönd í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.

Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og líklega spilar hann ekki meira á þessu tímabili.

Stuðningsmenn Liverpool hafa verið ansi óhressir með að Pickford hafi ekki fengið rautt spjald og margir brugðið á það ráð að senda honum skilaboð í gegnum samfélagsmiðla.

Þannig segja ensk blöð að morðhótanir séu til skoðunnar hjá lögreglu en þær beinast einnig að Richarlison leikmanni Everton sem fékk rautt spjald í leiknum.

Þá hefur David Coote sem var í VAR herberginu í leiknum verið settur í frystikistuna og mun hann ekkert dæma á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins