fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
433Sport

Cech í úrvalsdeildarhóp Chelsea

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 18:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur valið  fyrrum markmann félagsins, Petr Cech, í úrvalsdeildarhóp félagsins. The Athletic greinir frá.

Cech lagði hanskana á hilluna í fyrra og gegnir nú starfi tæknilegs ráðgjafa hjá félaginu.

Ákvörðunin að hafa Cech í hópnum er tekin með Covid-19 að leiðarljósi. Fari svo að núverandi markmenn félagsins greinist með veiruna þá getur Cech tekið stöðu markmanns í liðinu.

Cech er 38 ára gamall. Hann spilaði á sínum tíma meðal annars með Chelsea og Arsenal og á að baki 754 leiki á sínum atvinnumannaferli. Cech vann 13 titla með Chelsea, þar á meðal ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Chelsea hefur verið í markmannsvandræðum. Kepa Arrizabalaga hefur ekki náð að sannfæra Lampard og því var Edouard Mendy keyptur til liðsins í sumar. Einnig er Willy Caballero markmaður hjá félaginu.

Cech mun ekki æfa með aðalliði félagsins. Hann mun þó þurfa að halda sér í formi og vera reiðubúinn ef ske kynni að smit kæmi upp hjá leikmönnum félagsins.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“
433Sport
Í gær

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg