fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. október 2020 09:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Þetta staðfestir Liverpool á heimasíðu sinni.

Van Dijk skaddaði liðbönd í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og líklega spilar hann ekki meira á þessu tímabili.

Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports óttast að fjarvera Van Dijk verði til þess að erfitt verður fyrir Liverpool að vinna ensku úrvalsdeildina í ár.

„Stóra spurningin er hvort Liverpool geti unnið deildina án Van Dijk? Öll lið sem vinna deildina eru með þrjá til fjóra leikmenn sem er ekki hægt að fylla skarðið hjá. Það breytir engu hversu góður stjórinn er eða hversu stór hópurinn er,“ sagði Carragher.

„Þetta gerir baráttuna um titilinn mjög áhugaverða, ég taldi Liverpool vera besta liðið fyrir mót. Nú þegar líklegast er að Van Dijk spili ekki meira á tímabilinu þá er þetta allt opið.“

„Liverpool verður að fara á markaðinn og kaupa í janúar, ekki bara vegna meiðsla Van Djik. Liðið var þunnskipað í þessari stöðu fyrir, Lovren fór í sumar og aðrir leikmenn í þessari stöðu eru mikið meiddir,“ sagði Carragher um þá Joe Gomez og Joel Matip.

„Liverpool fer strax að skoða hvað sé í boði. Liverpool verður að vera tilbúið í janúar að fá einhvern, það gæti skipt öllu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið