Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool setti í kvöld færslu á Twitter varðandi meiðslin sem hann hlaut í leik Liverpool og Everton. Van Dijk þarf að fara í aðgerð á hné.
„Ég er með fulla einbeitingu á endurhæfingu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eins fljótt og hægt er,“ segir meðal annars í tilkynningu Van Dijk.
Leikmaðurinn er með gott teymi í kringum sig og segist tilbúinn í að takast á við þetta verkefni.
„Með stuðningi konunnar minnar, barnanna minna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool er ég tilbúinn til að takast á við þessa áskorun.“
Tillkynningu Van Dijk má lesa hér fyrir neðan.
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) October 18, 2020