fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 20:04

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur hjá SkySports, varði Jordan Pickford, markvörð Everton, eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í leik Everton og Liverpool í gær.

„Það er skiljanlega mikil gremja hjá Liverpool, stuðningsmönnum félagsins og jafnvel hjá hlutlausum knattspyrnuaðdáendum sem vilja að Pickford fái bann. Það þarf að fara varlega í þessa hluti,“ sagði Carragher í umfjöllun SkySports.

Tæklingin varð til þess að Van Dijk þarf nú að gangast undir aðgerð á hné.

„Já þetta var skelfileg tækling. Ég hef fótbrotnað og ég fótbraut næstum því Nani í  knattspyrnuleik. Svona hlutir geta því miður gerst í knattspyrnu,“ sagði Carragher.

Að sögn Carragher eru svona hlutir ekki viljaverk.

„Það fer enginn í tæklingu með það markmið að vísvitandi meiða einhvern. 99% af svona tæklingum sem leiða til alvarlegra meiðsla eru ekki gerðar með það að markmiði að meiða einhvern,“ sagði Carragher.

Hann fór síðan aðeins yfir frammistöðu Pickford.

„Pickford hefur verið út um allt í markinu hjá Everton síðustu 12 mánuði. Í þessu atviki tekur hann glórulausa ákvörðun sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar verður því miður fyrir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fór á fund á rosalegri snekkju Abramovich

Fór á fund á rosalegri snekkju Abramovich
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lagerback í hörkurifrildi í Noregi – Aldrei upplifað annað eins

Lagerback í hörkurifrildi í Noregi – Aldrei upplifað annað eins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland er 22 besta lið Evrópu

Ísland er 22 besta lið Evrópu
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi eftir ákvörðunina: „Við erum öll al­manna­varn­ir, bara aðeins minna þegar mikið er und­ir“

Jóhann Ingi eftir ákvörðunina: „Við erum öll al­manna­varn­ir, bara aðeins minna þegar mikið er und­ir“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Evrópumeistararnir byrja á sigri – Ensku liðin með sigra

Meistaradeild Evrópu: Evrópumeistararnir byrja á sigri – Ensku liðin með sigra
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Real Madrid tapaði gegn vængbrotnu liði Shakhtar

Meistaradeild Evrópu: Real Madrid tapaði gegn vængbrotnu liði Shakhtar
433Sport
Í gær

Goðsögn ekki hrifinn af evrópskri úrvalsdeild – „mun drepa knattspyrnuna eins og við þekkjum hana“

Goðsögn ekki hrifinn af evrópskri úrvalsdeild – „mun drepa knattspyrnuna eins og við þekkjum hana“