fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Frægir Bretar að verða brjálaðir á ósamræmi í regluverkinu vegna COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 15:30

Gary Lineker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands benti í gær á ósamræmi í regluverki yfirvalda þar í landi í baráttu sinni við COVID-19 veiruna. Englendingar geta ekki farið á íþróttakappleiki utan dyra en það er í góðu lagi að fylla leikhús og slíka staði. Í fyrradag fór fram ráðstefna með Arsene Wenger fyrrum stjóra Arsenal.

London Palladium salurinn var troðfullur af fólki en þetta sama fólk sem hefur áhuga á knattspyrnu má ekki fara á völlinn. „Ég er forviða,“ skrifar Morgan um þessa staðreynd. „Hvernig getur London Palldium verið troðfullt í gærkvöld á viðburði með Arsene Wenger, en knattspyrnuáhugafólk má ekki fara á völlinn utandyra. Þarna eru enginn fjarlægðatakmörk virt.“

Fjöldi Breta hefur tekið undir þetta og Gary Lineker fyrrum framherji enska landsliðsins er einn þeirra sem skilur hvorki upp né niður í þessu regluverki.

„Það er ekkert samræmi í þessu, þú getur hlustað á spjall um fótbolta í innan dyra þar sem er nokkuð þétt setið, en þú getur ekki horft á fótbolta utan dyra þar sem örfáum yrði hleypt inn,“ skrifar Lineker sem botnar ekki neitt í neinu.

Yfirvöld í Bretlandi hafa áhyggjur af því að knattspyrnuáhugamenn skvetti í sig áfengi fyrir leiki og gleymi þar með að fara eftir hörðum sóttvarnarreglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn