fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Frægir Bretar að verða brjálaðir á ósamræmi í regluverkinu vegna COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 15:30

Gary Lineker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands benti í gær á ósamræmi í regluverki yfirvalda þar í landi í baráttu sinni við COVID-19 veiruna. Englendingar geta ekki farið á íþróttakappleiki utan dyra en það er í góðu lagi að fylla leikhús og slíka staði. Í fyrradag fór fram ráðstefna með Arsene Wenger fyrrum stjóra Arsenal.

London Palladium salurinn var troðfullur af fólki en þetta sama fólk sem hefur áhuga á knattspyrnu má ekki fara á völlinn. „Ég er forviða,“ skrifar Morgan um þessa staðreynd. „Hvernig getur London Palldium verið troðfullt í gærkvöld á viðburði með Arsene Wenger, en knattspyrnuáhugafólk má ekki fara á völlinn utandyra. Þarna eru enginn fjarlægðatakmörk virt.“

Fjöldi Breta hefur tekið undir þetta og Gary Lineker fyrrum framherji enska landsliðsins er einn þeirra sem skilur hvorki upp né niður í þessu regluverki.

„Það er ekkert samræmi í þessu, þú getur hlustað á spjall um fótbolta í innan dyra þar sem er nokkuð þétt setið, en þú getur ekki horft á fótbolta utan dyra þar sem örfáum yrði hleypt inn,“ skrifar Lineker sem botnar ekki neitt í neinu.

Yfirvöld í Bretlandi hafa áhyggjur af því að knattspyrnuáhugamenn skvetti í sig áfengi fyrir leiki og gleymi þar með að fara eftir hörðum sóttvarnarreglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye