fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Frægir Bretar að verða brjálaðir á ósamræmi í regluverkinu vegna COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 15:30

Gary Lineker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands benti í gær á ósamræmi í regluverki yfirvalda þar í landi í baráttu sinni við COVID-19 veiruna. Englendingar geta ekki farið á íþróttakappleiki utan dyra en það er í góðu lagi að fylla leikhús og slíka staði. Í fyrradag fór fram ráðstefna með Arsene Wenger fyrrum stjóra Arsenal.

London Palladium salurinn var troðfullur af fólki en þetta sama fólk sem hefur áhuga á knattspyrnu má ekki fara á völlinn. „Ég er forviða,“ skrifar Morgan um þessa staðreynd. „Hvernig getur London Palldium verið troðfullt í gærkvöld á viðburði með Arsene Wenger, en knattspyrnuáhugafólk má ekki fara á völlinn utandyra. Þarna eru enginn fjarlægðatakmörk virt.“

Fjöldi Breta hefur tekið undir þetta og Gary Lineker fyrrum framherji enska landsliðsins er einn þeirra sem skilur hvorki upp né niður í þessu regluverki.

„Það er ekkert samræmi í þessu, þú getur hlustað á spjall um fótbolta í innan dyra þar sem er nokkuð þétt setið, en þú getur ekki horft á fótbolta utan dyra þar sem örfáum yrði hleypt inn,“ skrifar Lineker sem botnar ekki neitt í neinu.

Yfirvöld í Bretlandi hafa áhyggjur af því að knattspyrnuáhugamenn skvetti í sig áfengi fyrir leiki og gleymi þar með að fara eftir hörðum sóttvarnarreglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar