fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sjáðu fallegt bréf Klopp til ellefu ára drengs – „Má ég byrja á því að segja þér leyndarmál?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur vakið athygli fyrir bréf sem hann skrifaði til 11 ára stuðningsmanns sem hafði áhyggjur af skólanum sem hann var að byrja.

Lewis Balfe er ellefu ára og var að skipta um skóla í sumar. Hann skrifaði til Klopp að hann væri stressaður vegna þess og hann vildi vita hvað Klopp myndi gera þegar hann færi að finna fyrir stressi.

„Má ég byrja á því að segja þér leyndarmál? Ég verð stressaður,“ sagði Klopp í bréfinu sem hann ritar til drengsins unga.

„Ég hefði áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður. Þegar það gerist þá gefur það mér orku í að búa til eitthvað jákvætt. Ég veit að það gæti hljómað furðulegt fyrir þig að stjóri Liverpool verði oft stressaður.“

Klopp segir að Lewis sanni ágæti sitt með bréfinu. „Miðað við bréfið þitt er það augljóst að þú ert drengur með einstaka hæfileika, þú hugsar út í hlutina og þá sem eru þér nær. Þegar þú ert þannig karakter, þá er erfitt að finna fyrir öðru en stressi.“

„Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu slæma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona