fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gylfi yfirgaf herbúðir landsliðsins í morgun – Slagur um Bítlaborgina um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 10:58

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður íslenska landsliðsins verður ekki með gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á miðvikudag. Gylfi yfirgaf herbúðir íslenska landsliðsins í morgun og hélt út til Englands.

„Það var búið að taka þá ákvörðun fyrir þetta verkefni að Gylfi færi út eftir fyrstu tvo leikina,“ sagði Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari við 433.is í morgun.

Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í sigrinum mikilvæga gegn Rúmeníu á fimmtudag, hann lék svo allan leikinn í tapi gegn Dönum í gær.

Fleiri leikmenn yfirgáfu íslenska hópinn í morgun en Jóhann Berg Guðmundsson hélt til Englands með Gylfa og Aron Einar Gunnarsson er á leið heim til Katar. Jóhann gat ekki leikið í gær en hann fann fyrir eymslum í nára, hann ætti þó að vera leikfær um komandi helgi með Burnley.

Gylfi Þór á fyrir höndum stórleik um helgina þegar Everton og Liverpool eigast við í slagnum um Bítlaborgina en Gylfi byrjaði sinn fyrsta deildarleik í síðustu umferð.

Ljóst er að það verður mikið breytt lið sem Ísland stillir upp á miðvikudag gegn besta landsliði í heimi en Kári Árnason, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson hafa allir meiðst í þessu verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool