fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Ljóst að hið minnsta fimm lykilmenn spila ekki gegn Belgíu – „Við eigum ekki að gera þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. október 2020 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alltaf svekktur að tapa, við áttum von á því að Danir yrðu með boltann. Við vörðumst vel í fyrri hálfleik og fengum besta færið til að skora, þeir fengu fyrsta skotið á markið eftir hálftíma. Markið breytir leiknum, við ætlum að keyra á þetta í seinni hálfleik og svo gefum við mark. Það var slæm ákvörðun, það var vont skipulag og 0-2. Þá er þetta nánast búið, þeir spiluðu á miðvikudag og hvíldu nánast allt. Við spiluðum á fimmtudag og það hafð áhrif, ég kann ekki vel við fyrstu tvö mörkin,“ sagði Erik Hamren á fréttamannafundi eftir leikinn.

Alfreð Finnbogason meiddist snemma í leiknum aftan í læri og Aron Einar Gunnarsson fann fyrir í lærinu og fór af velli í hálfleik. Ragnar Sigurðsson meiddist svo á kálfa í seinni hálfleik.

„Alfreð meiddist aftan í læri, Aron fann fyrir verki í lærinu í hálfleik. Ragnar meiddist á kálfa, erfiður leikur á fimmtudag og þeir spila ekki á miðvikudag gegn Belgíu, það var aldrei planið að spila öllum í þrjá leiki. Fyrsti leikurinn gegn Rúmeníu var mikilvægastur, við sjáum hvað við getum gert á miðvikudag.“

Jóhann Berg Guðmundsson átti að byrja en fann fyrir í náranum. ,,Hann átti að spila 45 mínútur, við viljum ekki taka áhættu. Hann var stífur, við töldum að hann gæti byrjað í dag en hann var óviss í morgun. Ég sagði honum að taka ekki áhættu, við þurfum hann í nóvember. Hann spilar ekki á miðvikudag,“ sagði Hamren og ljóst er að Kári Árnason verður heldur ekki með þar, fimm lykilmenn hið minnsta verða fjarverandi.

Um draugamark Dana í fyrri hálfleik. „Ég held að hann hafi ekki verið inni, ég hef séð það á myndbandi. Ég get ekki séð hvernig línuvörðurinn sér þetta.“

Um annað markið sem var slysalegt hafði Hamren þetta að segja „Við eigum ekki að gera þetta, við breyttum skipulaginu. Innkastið á ekki að fara þangað, það vantar balance í liðið ef boltinn fer þangað. Þetta voru tvö slæm mistök. Þetta var eins og ákvörðun hjá unglingaliði“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið