fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Segja það miður að Rúnar beri ekki klæði á vopnin: „Af þessum ástæðum svíður það enn meir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:51

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR og Fylkir áttust við í Pepsi efstu deild karla um helgina. Fylkir vann leikinn eftir dramatískar lokamínútur en liðið fékk víti eftir að hönd Beitis Ólafssonar, markmanns KR, fór í Ólaf Inga Skúlason, leikmann og aðstoðarþjálfara Fylkis. Beitir fékk rautt spjald í kjölfarið, Fylkir skoraði síðan úr vítinu og vann leikinn.

Eftir leik var Rúnar Kristinsson þjálfari KR óhress með Ólaf Inga og sakaði hann um svindl og svínarí.

Atvikið hefur vakið mikla athygli og hefur fólk rifist mikið um hvort það hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. Ólafur Ingi segir að atvikið og eftirmálar þess hafi áhrif á fjölskyldu sína en það kemur fram í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Ég á ekki erfitt með að taka svona ummælum. En það er svolítið mikið þegar maður þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að pabbi sé ekki svindlari. Ég á þrettán ára stelpu sem spilar fótbolta og auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana,“ sagði Ólafur um ummæli Rúnars Kristinssonar þjálfari KR að hann hefði svindlað.

Fylkismenn hafa nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu um málið „Vegna grófra ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara KR í viðtölum á Stöð 2 og fótbolta. net eftir leik KR og Fylkis s.l. sunnudag langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri Okkur var verulega brugðið þegar þjálfari KR viðhafði fordæmalausan óhróður um leikmann Fylkis, Ólaf Inga Skúlason og vændi leikmanninn og liðið allt um að stunda ítrekað svindl og svínarí í gegnum tíðina í viðtölum eftir leik liðanna. Fleiri miður falleg og einstaklega ósvífin orð voru látin falla sem verða ekki tíunduð hér en eru þjóðinni kunn og eru honum og félaginu KR til háborinnar skammar,“ segir í yfirlýsingu sem Kjartan Daníelsson skrifar fyrir hönd Fylkis.

„Við hjá knattspyrnudeild Fylkis höfum haft miklar mætur á Rúnari Kristinssyni sem á einstaklega glæsilegan knattspyrnuferil að baki jafnt með félagsliðum og landsliðum þar sem hann hefur iðulega komið fram af prúðmennsku. Hefur hann sem þjálfari jafnframt iðulega komið vel fram í fjölmiðlum og verið málefnalegur, agaður og hófstilltur. Af þessum ástæðum svíður það enn meir að hann skuli viðhafa þessi bersýnilegu röngu og meiðandi ummæli um leikmann okkar og lið enda er hlustað á hann og tekið mark á honum.“

Fylkismenn telja að rauða spjaldið á Beiti hafi verið réttur dómur og benda á það. „Eftir stendur hins vegar að flestir þeir hlutlausu sérfræðingar sem hafa tjáð sig um umrætt atvik eru sammála um að ákvörðun dómara hafi verið rétt. Jafnframt hefur enginn tekið undir ummæli þjálfarans um óheiðarleika og svindl af hálfu umrædds leikmanns né hafa verið sett fram dæmi sem styðja þessi ummæli. Það eru hins vegar til nýleg dæmi þar sem að Rúnar hrósaði leikmanni sínum eftir að leikmaðurinn viðurkenndi að hafa „fiskað“ annan leikmann af velli með leikaraskap. Framangreind ummæli Rúnars dæma sig því sjálf. Hið rétta er eins og allir vita sem til þekkja að Ólafur Ingi Skúlason er frábær leikmaður og persónuleiki bæði innan og utan vallar sem á glæsilegan feril að baki bæði með félagsliðum og íslenskum landsliðum. Hann getur verið fastur fyrir á vellinum en hann er langt frá því að vera óheiðarlegur leikmaður eða svindlari.“

Fylkismenn telja sig hafa átt í góðu samstarfi við KR-inga en sárnar að Rúnar hafi ekki beðist afsökunar.

„Forráðamenn Fylkis hafa ávallt lagt sig fram við að eiga gott samstarf við KR og hefur það oftast gengið eftir. Stuðningsmenn þeirra eru einstakir og okkur hlakkar alltaf til komu þeirra í Árbæinn. Það er hins vegar miður að KR hefur ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða með öðrum hætti að bera klæði á vopnin. Með þessu er þetta stórveldi í íslenskri knattspyrnu að setja ný háttsemis- og samskiptaviðmið.

Fylkismenn ætla ekki að kæra málið til aganefndar KSÍ.

„Við Fylkismenn höfum hins vegar ákveðið að setja þetta mál aftur fyrir okkur með þessari yfirlýsingu og munum þess í stað einbeita okkur að leiknum sjálfum og þeim fjölmörgu verkefnum sem þessir fordæmalausu tímar hafa lagt á íþróttahreyfinguna. Þannig stuðlum við best að öflugu starfi knattspyrnudeildar Fylkis bæði í meistaraflokkum karla og kvenna og í yngri flokkum þar sem við munum áfram leggja áherslu á háttvísi innan og utan vallar. Í framangreindu ljósi hefur stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis ákveðið að senda ekki inn kæru til Aga- og úrskurðarnefdar KSÍ vegna þessara ummæla þjálfarans en láta þess í stað KSÍ það eftir að taka þetta mál til skoðunar með það fyrir augum að standa vörð um háttvísi íslenskrar knattspyrnu og setja umræðunni takmörk. “

Svo segir að lokum. „Máli þessu er hér með lokið af okkar hálfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Böðvar skoraði sjálfsmark í tapi

Böðvar skoraði sjálfsmark í tapi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun dagsins – „Allstaðar nema á Íslandi, sigur fyrir fear porn“

Margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun dagsins – „Allstaðar nema á Íslandi, sigur fyrir fear porn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt gekk eins og í sögu þegar Van Dijk fór undir hnífinn

Allt gekk eins og í sögu þegar Van Dijk fór undir hnífinn