fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Rúnar gæti fengið refsingu fyrir ummælin um Ólaf Inga

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 14:34

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSí hefur vísað ummælum Rúnars Kristinssonar frá síðasta sunnudegi til aga og úrskurðarnefndar KSÍ. Klara staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag.

KR og Fylkir áttust við í Pepsi efstu deild karla um helgina. Fylkir vann leikinn eftir dramatískar lokamínútur en liðið fékk víti eftir að hönd Beitis Ólafssonar, markmanns KR, fór í Ólaf Inga Skúlason, leikmann og aðstoðarþjálfara Fylkis. Beitir fékk rautt spjald í kjölfarið, Fylkir skoraði síðan úr vítinu og vann leikinn.

Eftir leik var Rúnar Kristinsson þjálfari KR óhress með Ólaf Inga og sakaði hann um svindl og svínarí.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fór ófögrum orðum um Ólaf eftir leikinn í gær og talaði um fíflagang af hans hálfu. „Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Í gær

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð
433Sport
Í gær

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola