fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Dýrkeypt heimskupör á Íslandi – Sjáðu nýjan landsliðshóp Englands

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari Englands hefur valið 30 manna leikmannahóp fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni gegn Danmörku og Belgíu.

Phil Foden og Mason Greenwood eru ekki valdir í enska landsliðið fyrir komandi verkefni eftir næturbrölt sitt á Hótel Sögu með Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen. Foden og Greenwood komust í heimsfréttirnar eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi þegar enska landsliðið var hér á landi. Þeir félagar buðu Nadíu og Láru á hótelið sitt vitandi að þeir máttu ekki hitta neinn utan liðsins, þeir voru reknir úr landsliðshópnum eftir að 433.is greindi fyrst allra frá málinu.

Harvey Barnes kantmaður Leicester fær tækifæri og sömu sögu er að segja af Dominic Calvert-Lewin framherja Everton.

Harry Maguire fyrirliði Manchester United mætir svo til leiks en hann var ekki á meðal þeirra sem kom til Íslands eftir að hafa verið handtekinn í Grikklandi.

Bukayo Saka hjá Arsenal kemur inn í hópinn og Marcus Rashford framherji Manchester United gefur kost á sér.

Hópur Englands:
Tammy Abraham (Chelsea), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Harvey Barnes (Leicester City), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolverhampton Wanderers), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Joe Gomez (Liverpool), Jack Grealish (Aston Villa) Dean Henderson (Manchester United), Jordan Henderson (Liverpool), Danny Ings (Southampton), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Manchester United), Ainsley Maitland-Niles (Arsenal), Tyrone Mings (Aston Villa), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds United), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley), Marcus Rashford (Manchester United), Declan Rice (West Ham United), Bukayo Saka (Arsenal) Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City), James Ward-Prowse (Southampton), Harry Winks (Tottenham Hotspur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf