fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hnífstunguárás í heimahúsi á Akureyri um helgina – Farið fram á farbann yfir knattspyrnumanni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 14:04

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur leikmaður Einherja á Vopnafirði í 3. deild karla í knattspyrnu er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í gleðskap á Akureyri um liðna helgi. Lögreglan á Norðurlandi staðfestir að málið sé nú til rannsóknar hjá sér og farið verði fram á farbann yfir umræddum leikmanni.

Leikmaðurinn sem um ræðir gekk í raðir Einherja í sumar en mikið hafði verið látið með hæfileika piltsins í heimalandi hans. Hann tók þátt í leik liðsins gegn Ægi í Þorlákshöfn á laugardag.

Samkvæmt öruggum heimildum DV voru nokkrir leikmenn Einherja mættir í gleðskap á Akureyri um síðustu helgi. Einn af þeim var ónærgætinn við stúlku í gleðskapnum, að mati þeirra sem höfðu boðið heim til sín. Var leikmönnum Einherja því vísað á dyr. Mennirnir voru ekki ánægðir með þessa ákvörðun en létu sig þó fljótt hverfa.

Einn þeirra snéri hins vegar aftur í íbúðina eftir að búið var að reka þá á dyr, tók upp hníf og stakk einn gestinn. ,,Ég get staðfest að þetta mál er til rannsóknar, það var aðili stunginn hérna á sunnudagsmorguninn. Það voru teknar skýrslur af aðilum máls á sunnudeginum og í gær. Það var ekki farið fram á gæsluvarðhald, það verður farið fram á farbann yfir þeim aðila sem er grunaður um hnífstunguna,“ sagði Jónas Halldór Sigurðsson lögreglufulltrúi á Norðurlandi eystra í samtali við DV.

Formaður Einherja fær lítið af vita

DV hafði samband við Víglund Pál Einarsson, formann knattspyrnudeildar Einherja, sem vildi fyrst um sinn ekkert kannast við málið þegar það var borið undir hann. ,,Ég held að ég geti ekkert tjáð mig, ég hef ekki hugmynd um þetta,“ sagði Víglundur fyrst en kannaðist svo við handalögmál á Akureyri.

Þegar Víglundi var tjáð að lögreglan á Norðurlandi eystra hefði staðfest að umrætt atvik væri til rannsóknar og farið yrði fram á farbann yfir leikmanni hans virtist hann kannast við málið. ,,Ég veit bara af því að hann lenti í útistöðum á Akureyri um helgina. ég hef ekki fengið neitt annað í hendurnar,“ sagði Víglundur í samtali við blaðamann.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er einnig af erlendu bergi brotinn en hann er óvinnufær eftir árásina samkvæmt heimildum DV. Maðurinn hefur búið hér á landi í fimm ár og komið sér vel fyrir. Hann er ekki í lífshættu. ,,Þetta fór betur en á horfist þegar um hnístunguárás er að ræða, það er er alltaf alvarlegt þegar hnífstunguárás á sér stað,“  segir Jónas Halldór lögreglufulltrúi við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin
433Sport
Í gær

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“