fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Allt vitlaust í Kópavogi í gær: Ljót orð féllu og Björgvin rauk heim í miðjum klíðum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. janúar 2020 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ÍA sem vann Fótbolta.net mótið árið 2020 eftir úrslitaleik við Breiðablik á Kópavogsvelli í gær. Það er óhætt að segja að það hafi verið fjör í leiknum en ÍA hafði betur að lokum, 5-2. ÍA komst í 4-0 þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu – Marteinn Theodórsson gerði eitt.

Gísli Eyjólfsson og Benedikt V. Waren löguðu svo stöðuna fyrir Breiðablik áður en Steinar Þorsteinsson skoraði fimmta mark ÍA úr vítaspyrnu.

Áður en leiknum lauk fengu tveir leikmenn Breiðabliks beint rautt spjald, þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson. Stuðningsmannavefur Breiðabliks fjallar um leikinn á vef sínum og þar er Skagamönnum kennt um að allt hafi farið í háaloft. ,,Það var ekki eingöngu inn á vellinum sem hlutirnir voru að gerast. Það er greinilega taktík hjá forsvarsmönnum Skagaliðsins að djöflast nógu mikið í dómurum og öðrum starfsmönnum leiksins og þannig reyna að hafa áhrif á gang mála. Þetta var sérstaklega áberandi í gær þegar umgjörðin er ekki eins og í alvöru leikjum þ.e. engin fjórði dómari og engin eftirlitsaðili. Því miður létu Blikar þetta hafa áhrif á sig og misstu sig aðeins,“ segir á blikar.is um málið.

,,Blikar skoruðu klaufalegt sjálfsmark, fengu síðan dæmda á sig vítaspyrnu og nokkur harka hljóp í leikinn. Tveir leikmenn Blika, Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson, misstu ,,kúlið“ og létu reka sig út af.“

Þar segir að áhorfendur hafi einnig misst stjórn á skapi sínu. ,,Áhorfendur létu smitast af hamagangi leikmanna og létu nokkur ókristileg orð falla í garð hvors annars. Framkoma leikmanna og áhorfenda gekk fram af hinum annars dagfarsprúða vallarþul, Björgvini Rúnarssyni, þannig að hann sá sæng sína upp reidda og lét sig hverfa af vettvangi áður en leik lok.“

Björgvin Rúnarsson, tjáir sig sjálfur um atvikið á Facebook síðu stuðningsmanna Breiðablik. ,,Liðið sem ég elska var sér til SKAMMAR í kvöld. Aldrei á 8 ára ferli mínum sem vallarþulur hef ég farið heim þegar 12 min eru eftir af leiknum. Og það var ekki út af úrslitunum heldur einhverju allt öðru,“ skrifar Björgvin og á þar við lætin innan sem utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Í gær

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar