fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Stjörnunar syrgja Kobe Bryant: Ung dóttir hans lést einnig – „Varst fyrirmynd fyrir okkar kynslóð“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. janúar 2020 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski körfuboltakappinn Kobe Bryant er látinn eftir að hafa lent í þyrluslysi í Calabasas í Bandaríkjunum í dag. Þetta kemur fram á vef TMZ sem segist hafa þetta staðfest.

Kobe var um borð í þyrlunni ásamt að minnsta kosti þremur öðrum þegar hún hrapaði. Á meðal þeirra sem voru með var dóttir hans Gianna. Einnig er talið að annað foreldri og dóttir hafi verið með í þyrlunni, en ferðinni var heitið á körfuboltamót þegar harmleikurinn átti sér stað.

Kobe Bryant lætur eftir sig eiginkonu, Vanessu, og þrár dætur; Natalia, Bianca og Capri sem fæddist í fyrrasumar.

Kobe Bryant er einn allra þekktasti körfuboltamaður heims en hann átti frábæran feril í bandarísku NBA-deildinni. Hann er í hópi stigahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi og að margra mati einn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Hann komst 18 sinnum í stjörnuliðið og vann fimm NBA-titla, var tvisvar valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Kobe lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers en hann hætti í körfubolta árið 2016.

Íþróttaheimurinn syrgir Kobe en hann elskaði knattspyrnu og knattspyrnumenn elskuðu hann, hér að neðan má sjá margar stjörnur syrgja hann.

https://i.dailymail.co.uk/1s/2020/01/26/21/23902024-7931995-image-a-13_1580072456451.jpg

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Philip Neville (@philipneville18) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar