fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Tíu menn Arsenal náðu jafntefli gegn Chelsea – Tvö mörk undir lokin

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 2-2 Arsenal
1-0 Jorginho(víti, 28′)
1-1 Gabriel Martinelli(63′)
2-1 Cesar Azpilicueta(84′)
2-2 Hector Bellerin(87′)

Það fór fram stórleikur á Englandi í kvöld þegar Chelsea fékk Arsenal í heimsókn á Stamford Bridge.

Það var líf og fjör á Brúnni í kvöld en það dró til tíðinda í fyrri hálfleik er Chelsea fékk vítaspyrnu.

David Luiz braut á Tammy Abraham innan teigs og fékk að launum rautt spjald og heimamenn víti.

Jorginho skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og kom Chelsea í 1-0 gegn tíu mönnum Arsenal.

Chelsea var með öll völd á vellinum eftir markið en Arsenal tókst að jafna í seinni hálfleik eftir skyndisókn.

Gabriel Martinelli átti frábæran sprett alla leið að marki Chelsea og skoraði framhjá Kepa í markinu.

Fyrirliðinn Cesar Azpilicueta skoraði svo annað mark Chelsea undir lok leiksins og var útlitið fyrir að heimamenn myndu taka stigin þrjú.

Ekki löngu seinna jafnaði Hector Bellerin þó fyrir Arsenal með góðu skoti utan teigs og staðan orðin 2-2!

Fleiri mörk voru ekki skoruð og náði Arsenal í frábært stig á útivelli með tíu menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar