fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur sektað ÍA um 50 þúsund krónur vegna færslu sem Arnar Már Guðjónsson leikmaður ÍA lét inn á Twitter. Arnar Már ét gamminn geisa á samfélagsmiðlinum Twitter eftir leik ÍA og Vals í Pepsi-Max deildinni á dögunum.

Arnar Már lét þar dómara leiksins, Guðmund Ársæl, heyra það. ,,Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti!“

Af vef KSÍ:
Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 22. september 2020 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 18. september í samræmi við 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu í formi ummæla sem leikmaður ÍA, Arnar Már Guðjónsson. viðhafði á Twitter síðu sinni þann 17. september 2020 í tengslum við leik ÍA og Vals í Pepsi Max deild karla þann sama dag. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og æru dómara í fyrrgreindum leik ÍA og Vals.

Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 22. september 2020 að sekta Knattspyrnufélag ÍA um kr. 50.000 vegna framangreindra opinberra ummæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá