fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands gerir grín að kvennafari á Íslandi: „Hann skorar aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 08:45

Foden á rassinum á Hótel Sögu en Lára tók myndina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinurinn Phil Foden reimaði á sig markaskóna þegar Manchester City vann sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. Foden komst í heimsfréttirnar eftir kvennafar sitt á Íslandi.

Foden og liðsfélagi hans í enska landsliðinu, Mason Greenwood brutu sóttvarnarreglur þegar þeir buðu Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen á hótel sitt þegar enska landsliðið var á Íslandi. Þeir voru reknir úr landsliðinu vegna þess.

Lára Clausen, önnur af íslensku stúlkunum sem fór á hótel enska landsliðsins fór í einkaviðtali við Daily Mail sem birtist skömmu eftir atvikið. Þar kom fram að Lára og Phil Foden hafi stundað kynlíf á hóteli enska landsliðsins. ,,Það var gott að kyssa hann,“ segir Lára við Daily Mail og greinir frá því að þau hafi stundað kynlíf.

Gary Lineker einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands fylgist vel með öllu og virðist hafa lesið fréttirnar um Foden og Láru. Hann gerði grín af því þegar Foden skoraði í gær. Lineker starfar hjá BBC og er einn launahæsti starfsmaður fyrirtækisins.

„Phil Foden skorar á nýjan leik,“ skrifaði Lineker á Twitter en hann er mikið með orðagrín á samfélagsmiðlum. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins.

Ekki voru allir sem kveiktu á gríni Lineker eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“