fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Auðvelt fyrir Val gegn Stjörnunni – KR með sterkan útisigur

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 21. september 2020 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir voru að klárast í Pepsi-Max deild karla. Valur átti ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna, 1-5 sigur Valsmanna staðreynd. KR-ingar fóru með öll stigin heim í Vesturbæinn eftir 0-2 sigur á Breiðablik. FH vann Fylki síðan í Árbænum, lokatölur 1-4.

Stjörnumenn áttu engin svör gegn Valsmönnum á Samsung-vellinum í kvöld. Markaveislan hófst á 3. mínútu þegar að Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark Vals. Patrick Pedersen var síðan aftur á ferðinni á 17. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Valsmanna með marki úr vítaspyrnu.

Á 20. mínútu var röðin síðan komin að Aroni Bjarnasyni sem komst einn á móti Haraldi Björnssyni, markmanni Stjörnunnar eftir sendingu frá títtnefndum Patrick Pedersen  og kláraði færið af öryggi. Staðan orðin 0-3 eftir aðeins tuttugu mínútna leik.

Valsmenn voru engan veginn hættir að skora. Aron Bjarnason var aftur á ferðinni á 31. mínútu. Aftur var það Patrick Pedersen sem átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, Aron var fyrstur að ná til knattarins og skoraði fjórða mark Valsmanna.

Tveimur mínútum síðar bætti Birkir Már Sævarsson við fimmta marki Vals eftir laglegt samspil við Aron Bjarnason. Staðan þegar flautað var til leikhlés var 0-5 fyrir Val, hreint út sagt lygilegar tölur.

Sölvi Snær Guðbjargarson minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 62. mínútu. Nær komust Stjörnumenn þó ekki. 1-5 stórsigur Valsmanna því staðreynd.

Valur er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 15 leiki. Stjarnan er í 3. sæti með 24. stig eftir 13 leiki.

Á Kópavogsvelli áttust við heimamenn í Breiðablik og KR. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir á 10. mínútu leiksins. Á 84. mínútu varð Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Lokatölur á Kópavogsvelli 0-2 sigur KR-inga sem eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 14 leiki. Breiðablik situr í 5. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki.

Í Árbænum tóku heimamenn í Fylki á móti sjóðandi heitum FH-ingum.

Björn Daníel Sverrisson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir FH á 48. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 59. mínútu er hann kom FH í 0-2 forystu.

Ólafur Karl Finsen bætti síðan við þriðja marki FH á 61. mínútu. Arnór Gauti Ragnarsson náði að minnka muninn fyrir Fylki á 64. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, sjálfsmark.

Lokatölur í Árbænum 1-4 sigur FH eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 14 leiki. Fylkir er um miðja deild í 6. sæti með 22. stig eftir 15 leiki.

Stjarnan 1-5 Valur
0-1 Patrick Pedersen (‘4)
0-2 Patrick Pedersen (’17)
0-3 Aron Bjarnason (’21)
0-4 Aron Bjarnason (’31)
0-5 Birkir Már Sævarsson (’34)
1-5 Sölvi Snær Guðbjargarson (’62)

Breiðablik 0-2 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson (’10)

Fylkir 1-4 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson (’48)
0-2 Björn Daníel Sverrisson (’59)
0-3 Ólafur Karl Finsen (’61)
1-3 Arnór Gauti Ragnarsson (’64)
1-4 Ragnar Bragi Sveinsson (’68, sjálfsmark)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“