fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 11:30

Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun fylgjast vel með leikmanninum Harry Maguire til að ganga úr skugga um að hann geti haldið fyrirliðabandinu eftir vandræðin í sumar.

Harry Maguire lenti í slagsmálum á grísku eyjunni Mykonos í sumar og vakti það mikla athygli, ekki síst hjá enskum götublöðum sem gerðu sér mikinn mat úr óförum Maguire. Hann var dæmdur fyrir að ráðast á lögreglu og einnig fyrir tilraun til þess að múta lögreglunni. Maguire áfrýjaði dómnum en hann sagði í viðtali við BBC að hann hafi óttast um líf sitt í slagsmálunum.

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hefur staðið með Maguire og mun láta hann halda bandinu. Hann viðurkennir þó að hann hafi áhyggjur af hugarástandi fyrirliðans

„Ég þekki Harry, hann er sterkur karakter svo vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta. En auðvitað, sem manneskja, þá mun hann hugsa um það sem gerðist í sumar,“ segir Solskjær.

„Burt séð frá því þá þarf maður að sjá hvernig þetta þróast með Harry. Persónulega held ég að hann muni ná að hafa hausinn í boltanum en maður getur ekki spáð fyrir um hvernig fólk bregst við svona áföllum. Hingað til hefur hann þó staðið sig vel á æfingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
433Sport
Í gær

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Í gær

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina