fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Rúnar Alex í læknisskoðun hjá Arsenal í dag – Tölfræðin í Frakklandi ekki góð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson er nálægt því að ganga í raðir Arsenal, þetta herma heimildir 433.is og fjalla ensk blöð um málið.

Samkvæmt heimildum 433.is mun Rúnar Alex skrifa undir fimm ára samning við Arsenal. Sami heimildarmaður segir að Rúnar sé í læknisskoðun hjá Arsenal í dag.

Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Ljóst er að þetta verða ein af stærri félagaskiptum sem Íslendingur hefur fengið en Arsenal er að selja Emiliano Martinez til Arsenal og verður Rúnar Alex því annar kostur í mark Arsenal á eftir Bernd Leno. Ensk blöð segja að Arsenal muni borga Dijon um 250 milljónir íslenskra króna.

Tölfræðivefurinn WhoScored hefur tekið saman tölfræði Rúnars í Dijon, hún er ekki góð en liðið hefur barist við falldraug þessi tvö ár sem íslenski markvörðurinn var aþr.

„Af öllum markvörðum sem spilað hafa 20 leiki eða fleiri frá upphafi 2018/19 tímabilsins í frönsku úrvalsdeildinni, er Rúnar Alex sá markvörður með slakasta hlutfall af vörðum skotum. 57,8 prósent,“ segir í færslu WhoScored.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi