fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
433Sport

Lampard svarar skoti Klopp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard stjóri Chelsea ákvað að minna Jurgen Klopp stjóra Liverpool á að hann hafi verslað rándýra leikmenn til að ná árangri hjá Liverpool.

Klopp lét hafa eftir sér á dögunum að Liverpool væri ekki á sama stað og Chelsea, félagið væri ekki með eiganda sem dældi peningum inn í félagið til að kaupa leikmenn. Chelsea hefur eytt rúmlega 200 milljónum punda í sumar á meðan flest félög hafa litla fjármuni í eyðslu vegna kórónuveirunnar.

„VIð lifum í heimi þar sem er óvissa, sum félög upplifa þetta ekki og treysta á eigendur sína,“ sagði Klopp.

Lampard segir þetta ódýra leið til að skjóta á Chelsea. „Flest félög vinna deildina í dag með því að fjárfesta, fyrir utan Leicester,“ sagði Lampard.

,,Þú getur farið í gegnum leikmannahóp Liverpool. Van Dijk, Allisson, Fabinho, Keita, Mane, Salah. Allt frábærir leikmenn sem voru mjög dýrir. Liverpool hefur verið að eyða.“

„Við vorum í félagaskiptabanni og reynum að bæta í hóp okkar núna. Liverpool hefur keypt dýra leikmenn, við vitum að þeir hafa frábæran þjálfara og frábæra leikmenn. Saga Liverpool er góð en þeir hafa eytt stórum fjárhæðum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City