fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Gylfi og félagar unnu fyrsta leikinn – Leicester fór létt með nýliðana

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton kíktu í heimsókn til Tottenham í fyrstu umferð ensku deildarinnar í dag. Þá tóku nýliðar West Bromwich Albion á móti Leicester.

Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, hefur verið duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann keypti tvo miðjumenn sem taka nokkurn veginn við stöðunni hans Gylfa og því byrjaði okkar maður á bekknum í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik náði Dominic Calvert-Lewin að koma Everton yfir. Gylfi kom inn á af bekknum á 68. mínútu. Hvorugt liðanna náði að skora eftir fyrsta markið og endaði leikurinn því með 0-1 sigri Everton.

Einnig var markalaust í fyrri hálfleik hjá West Bromwich Albion og Leicester. Timothy Castagne náði að koma Leicester yfir snemma í seinni hálfleik og Jamie Vardy skoraði annað mark Leicester þegar um korter var eftir af leiknum. Á 83. mínútu fékk Leicester víti og fór Vardy á punktinn og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Lokaniðurstaðan því 0-3 sigur Leicester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag
433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Í gær

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“