fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Almannatengill gagnrýnir stúlkurnar fyrir bersögli og myndbirtingu – Karlmenn eigi skilið sömu virðingu og konur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 21:45

Samsett mynd DV. Hödd Vilhjálmsdóttir er til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill skrifar áhugaverðan pistil um málið sem tröllriðið hefur innlendum og erlendum fjölmiðlum undanfarið, um það að tveir ungir enskir landsliðsmenn áttu vingott við tvær íslenskar stúlkur á Hótel Sögu eftir landsleik Íslendinga og Englendinga í knattspyrnu. Leikmennirnir voru reknir úr enska landsliðinu enda var framferði þeirra brot á sóttvarnareglum.

Viðtal annarrar stúlkunnar, Láru Clausen, við Daily Mirror, hefur vakið feiknalega athygli, en DV greindir frá því fyrr í dag.

Sjá einnig: Lára opnar sig um nóttina örlagaríku á Hótel Sögu

Hödd bendir á að hún vilji engan veginn dæma fjórmenningana, þau Láru Clausen, Nadíu Sif Líndal og ensku landsliðsmennina Grenwood og Foden fyrir framferði þeirra á Hótel Sögu. Hins vegar gerir hún athugasemdir við þá framgöngu að birta hálfgerða nektarmynd af Foden á netinu og greina frá hæfni hans í ástarlífi í víðlesnu blaði. Hún spyr hver viðbrögðin hefðu orðið ef karlmenn hefðu sýnt konum sama framferði. Hún segir: „Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfèlagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna.“

Hödd segir að karlar verðskuldi jafnmikla virðingu og konur en pistill hennar er eftirfarandi:

„Ég tek það strax fram að ég er ekki að dæma fjórmenningana þar sem að mér ferst það ekki og hef gert fleiri mistök í lífinu en ég nenni að telja. Það eru samt nokkrir hlutir sem mig langar til að benda á tengt þessu màli. Hér eru fjórir ungir einstaklingar að gamna sér. Tveir eru jú efnaðir, karlkyns og með sterkt bakland í gegnum atvinnu sína. Það breytir því þó ekki að þroski þeirra er líklega ekkert meiri en fólks á þessum aldri og þar með að öllum líkindum alveg jafn viðkvæmir og jafnaldrar þeirra – bæði kvenkyns og karlkyns. Eðlilega hefur verið tekið til varna fyrir stúlkurnar út af þessu máli og er það vel – ég hef gert það líka. Það er þó þannig að stúlkan / stúlkurnar myndaði til dæmis beran afturenda eins drengjanna og setti inn á samfèlagsmiðla fyrir einhverja vini sína til að sjá. Myndinni var, eins og flestir vita, komið á fjölmiðla og fór þaðan í dreifingu. Í ofanàlag er stúlkan í viðtali í breskum fjölmiðli þar sem hún greinir frá því að þau höfðu samfarir og að viðkomandi drengur kyssi mjög vel.
Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfèlagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna.
Mig grunar að það þætti ekki jafn lèttvægt og það er að mínu mati bara alls ekkert sanngjarnt. Karlmenn, hvað þá ungir, eiga engu minni virðingu skilið en konur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“
433Sport
Í gær

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum