fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Ólga í Laugardalnum: Formanninum bolað út – „Helvíti finnst mér þetta skítleg framkoma“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 6. september 2020 12:05

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Magnússon, fyrrverandi formaður Þróttar R. og fyrrverandi leikmaður félagsins, er ósáttur og segir að sér hafi verið bolað úr formannshlutverkinu í félaginu. Mikil umræða hefur sprottið upp meðal stuðningsmanna Þróttar í kjölfarið.

Málið var rætt í þættinum Mín skoðun sem er í umsjón Valtýs Björns Valtýssonar á Sport FM. Þar sagði Haukur að ósætti hafi verið innan félagsins vegna skerðinga í kjölfar faraldursins. Haukur sagði að stjórnin hafi höndlað faraldurinn „prýðilega“ til að byrja með. „Þau töluðu við leik­menn og fengu þá til að lækka sín kjör ásamt þjálf­ur­um. Síðan fer veir­an að hafa meiri áhrif og það var mat stjórn­ar að það þurfi að skera niður meira varðandi leik­manna­kaup. Ég sagði að það væri óvarlegt að ætla sér í það,“ sagði Haukur í þættinum.

Karlalið Þróttar sigraði sinn fyrsta leik í sumar gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli. Haukur fór á leikinn og fylgdist með sínum mönnum sigra en segir að sér hafi verið bolað úr formennskunni þegar hann var að fagna sigrinum. „Ég var ný­kom­inn frá Ólafs­vík og him­in­lif­andi með fyrsta sig­ur­inn, en þá kem­ur þetta í höfuðið á mér.“

Þá sagði Haukur að honum fyndist það vera dapurlegt að meistaraflokkur félagsins í handbolta hafi verið lagður niður auk þess sem lítið væri hugsað um blakið í félaginu. „Þetta er Þrótt­ur í dag. Fé­lagið er illa skipu­lagt og knatt­spyrn­an er 95 pró­sent af þessu fé­lagi og að hún sé ekki með einn ein­asta starfs­mann sem vinn­ur í þeirra þágu er með ólík­ind­um. Það er eitt­hvað hjá þessu fé­lagi.“

„Vona að botninum sé náð“

Mbl.is greindi frá málinu fyrr í vikunni og var frétt þeirra deilt inn á stuðningsmannahóp Þróttara á Facebook. „Ég er hálf orðlaus eftir að hafa hlustað á þetta viðtal,“ sagði Óskar nokkur og opnaði á umræðuna. „Helvíti finnst mér þetta skítleg framkoma og helvíti finnst mér skítt að missa svona mann úr klúbbnum,“ sagði Óskar einnig.

„Ég veit ekki hvað hægt er að segja um okkar annars ágæta félag. Vona að botninum sé náð og nú liggi leiðin upp á við. Mér hefur alltaf fundist vera mikil og jákvæð orka í félaginu og við skulum reyna halda í það. Skoðanaskipti eru af hinu góða en hatröm átök eru eitur í svona samfélagi,“ sagði Einar nokkur.

„Látið ekki blekkjast“

Núverandi formaður Þróttar sem tók við af Hauki, Finnbogi Hilmarsson, hefur nú svarað ummælum Hauks með færslu í Facebook-hópnum. „Á rúmri viku um miðjan ágúst sögðu fjórir af sex stjórnarmönnum knattspyrnudeildar sig úr stjórn deildarinnar og stjórnin því óstarfhæf. Í raun má þó segja að stjórn deildarinnar hafi verið lítt starfhæf mánuðum saman og hafði aðalstjórn áður reynt að leysa úr ágreiningi innan hennar,“ sagði Haukur.

Þá sagði Finnbogi að handboltinn hafi verið lagður af vegna kórónuveirunnar. „Aðalstjórn mat þá stöðuna svo að ekki væru forsendur til að halda úti meistaraflokki áfram,“ sagði Finnbogi og þvertók fyrir að ekki væri hugsað um blakið eins og Haukur sagði. „Blakdeild félagins stendur styrkum fótum og þar fer fram kraftmikið starf undir forystu sterkrar stjórnar. Þróttur er eina félagið í Reykjavík sem á lið í efstu deild í blaki og eru öflugar landsliðskonur í okkar liði,“ sagði Finnbogi.

„Þróttur er vaxandi félag þó þar skiptist vissulega á skin og skúrir. Knattspyrnundeildin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík og skýrar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu liggja fyrir af hálfu félagsins. Það er enginn bilbugur á hvorki aðalstjórn né stjórn knattspyrnudeildar og er skorað á alla Þróttara að standa með félaginu og láta ekki blekkjast af óábyrgu tali sem ekki styðst við staðreyndir. Aðalstjórnarmenn félagsins telja það ekki þjóna hagsmunum þess að taka þátt í frekari umræðu um ofangreind mál á þessu stigi.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar