fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir dvölina í sóttkví á Íslandi hræðilega: „Þá reif hún af okkur matseðilinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég og tökumaður minn höfum verið í sóttkví á hóteli í fjóra daga, það er farið að taka í. Hótelið sem við bókuðum kvaðst hafa veitingastað og líkamsrækt, bæði er lokað vegna þess regluverks sem yfirvöld hafa smíðað hér á Íslandi,“ skrifar Rob Dorsett fréttamaður á Sky Sports í pistli sínum á vef fjölmiðilsins í dag og fer ekki fögrum orðum um hvernig Íslendingar taka á móti ferðamönnum nú þegar þeir þurfa að vera í sóttkví eftir komu til landsins.

Dorsett er hingað mættur til að fylgja eftir enska landsliðinu sem mætir Íslandsi í Þjóðadeildinni á laugardag. Nú þegar komið er til Íslands þarf að fara í 5-6 daga sóttkví og fara í annað próf vegna kórónuveirunnar til að fá það staðfest hvort einstaklingurinn sé með COVID-19 veiruna. Sé einstaklingurinn ekki með veiruna er hann frjáls ferða sinna.

Dorsett segir dvölina á Íslandi hafa verið hálfgerða martröð. Eftir að hafa komið sér fyrir á hóteli komst hann að því að hótelið afgreiðir engan mat „Það er enginn herbergisþjónusta, við fengum lista af veitingastöðum sem hægt væri að hringja í og fá mat sendan heim. Á laugardagskvöld var of mikið að gera og þegar við reyndum að panta á netinu þá hafna þeir breskum kortum.“


Að svelta á hótelinu:
Dorsett segist hafa verið mjög hungraður þegar þeir gátu loks fengið senda pizzu á hótelið. „Eftir tvo daga af ávöxtum, snakki, hnetum og ónýtu sushi sem við keyptum við komuna. Þá loks náðum við að fá mat eftir að hafa reynt í fjóra tíma, við fengum  pizzu senda af kebab stað. Það var klukkan 00:30.“

Hann segir Íslendinga hrædda við erlenda ferðamenn. „Flestir Íslendingar sem við hittum eru hræddir við okkur, við fórum í okkar daglega göngutúr í tíu mínútur á sunnudag og þegar við báðum þjón sem var úti á götu að koma með mat fyrir okkar síðar um daginn, þá reif hún af okkur matseðilinn og sagði það ekki í boði. Hún strunsaði svo burt.“

„Þetta er skrýtið ef miðað er við aðrar ferðir með enska landsliðinu, þá klárar þú vinnudaginn og sest svo niður með öðrum fréttamönnum og færð þér öl og borðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“