fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Knattspyrnumaður baðst afsökunar á konunni sinni í brúðkaupinu – „Ég er orðlaus“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, þurfti að biðjast opinberlega afsökunnar í brúðkaupinu sínu á ummælum sem konan hans lét falla um þjálfarann sinn. The Sun greinir frá þessu.

Ummælin sem um ræðir komu í kjölfar 3-1 taps Manchester City gegn franska liðinu Lyon í Meistaradeildinni. „Þetta var algjörlega Pep Guardiola að kenna,“ sagði Vlada Sedan, eiginkona Zinchenko, eftir leikinn en Guardiola er þjálfari Manchester City.

„Það að skipta um leikkerfi í svona mikilvægum leik er mjög slappt. Ég hef engan rétt til að gagnrýna þetta en af hverju að spila með þremur miðvörðum? Ég er orðlaus, það að notast við þetta leikkerfi… sjáiði bara hvaða leikmenn eru á bekknum,“ sagði Sedan á YouTube rás sinni í kjölfar leiksins en hún er íþróttafréttamaður. Zinchenko byrjaði einmitt á bekknum í þessum leik og kom ekki inn á.

Zinchenko og Sedan giftu sig í dag en Zinchenko ákvað að nota brúðkaupið til að biðjast afsökunnar á ummælum konunnar sinnar. „Þrátt fyrir að konan mín sé íþróttafréttamaður þá er hún líka aðdáandi,“ sagði Zinchenko. „Hún ferðaðist á alla leikina okkar á tímabilinu því hún er risastór aðdáandi Manchester City. Í myndbandinu er hægt að sjá hvernig henni leið eftir leikinn og hún kom með þessa skoðun því hún, líkt og aðrir aðdáendur, vill sjá okkur gera betur.“

Zinchenko segir að þau skilji það bæði að hún hefði ekki átt að deila þessum skoðunum með öðrum þar sem hún er konan hans. „Ég er að skrifa þetta núna úr brúðkaupinu mínu. Í staðinn fyrir að njóta þessa ótrúlega augnabliks þá varð ég að gera þetta því ég gat ekki sleppt þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“