fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Stjarnan hafði betur gegn FH – Fyrsta tap Eiðs Smára og Loga

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 20:18

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld en það var leikur FH og Stjörnunnar.

Markalaust var í fyrri hálfleik en á 68. mínútu náði Hilmar Árni Halldórsson að brjóta ísinn og kom Stjörnunni yfir. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnunni allt fram á lokamínúturnar. Á 90. mínútu náði Steven Lennon að jafna fyrir FH en því miður fyrir FH-inga þá dugði það ekki til. Halldór Orri Björnsson tók málin í sínar hendur og skoraði í uppbótartíma og kom Stjörnunni aftur yfir.

FH-ingar gátu ekki komið til baka þar sem leikurinn var flautaður af nánast beint eftir markið. Lokaniðurstaðan því 1-2 fyrir Stjörnunni en þetta var fyrsti tapleikur FH síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við liðinu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana