fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári: „Þetta er heimurinn sem við lifum í dag“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 16:01

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla, ræddi við Facebook-síðu FHinga í dag en þar sagðist hann vera spenntur fyrir því að boltinn væri að byrja aftur.

„Maður var nýbyrjaður í starfi og manni fannst aðeins kippt undan manni fótinum. Þetta er heimurinn sem við lifum í dag. Við erum sáttir við hvernig við nýttum þessa daga og erum fullir tilhökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður Smári í viðtalinu en Fótbolti.net vakti athygli á því.

Á morgun spilar FH við KR í Vesturbænum og síðan er næsti leikur liðsins á mánudaginn gegn Stjörnunni. FH á því framundan tvo erfiða leiki en KR og Stjarnan eru hluti af þeim liðum sem þykja hvað líklegust til að vinna deildina.

„Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum hvar við stöndum núna gegn einu af sterkustu liðunum. Það er áskorun fyrir okkur sem þjálfarateymi og sem lið,“ segir Eiður um leikina sem eru framundan. „Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið? Þú kemst ekki á toppinn nema með því að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt. Stærstu leikirnir eru leikirnir sem við viljum spila.“

FH hefur fengið góðan liðstyrk í félagsskiptaglugganum en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Ólafur Karl Finsen eru báðir nýlega komnir í FH. Það gæti því verið að þeir spili báðir sinn fyrsta leik fyrir liðið á morgun.

Eiður segir að Eggert hafi komið frábærlega inn í liðið og að þeir taki varla eftir honum. Það er gott í því samhengi að okkur líður eins og hann hafi verið hérna alltaf. hann hefur komið inn í klefann, aðlagast fljótt og æft af krafti. Við vitum hvað við fáum frá Eggerti á næstu árum,“ segir Eiður. Þá segir hann að Ólafur sé sérstök týpa. „En við vitum hvað hann kann í fótbolta og ef það verða fyrirsagnirnar, hvað hann kann í fótbolta, þá höfum við unnið okkar starf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar