fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Ronaldo nálgast heimsmet Pelé

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur alltaf verið mikið fyrir það að slá met. Á síðustu leiktíð náði hann til að mynda að vera fljótastur að skora 50 mörk í efstu deild Ítalíu auk þess sem enginn hefur skorað jafn mörg mörk á einni leiktíð fyrir Juventus. Núna nálgast Ronaldo þó það sem er ábyggilega stærsta metið.

Pelé, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, á metið yfir flest mörk skoruð á ferlinum. Pelé skoraði hvorki meira né minna en 1286 mörk í 1363 leikjum en 519 af þessum mörkum voru skoruð í vináttuleikjum og telja því ekki í heimsmetinu. Pelé er engu að síður efstur með 767 mörk en nú lítur allt út fyrir að Ronaldo nái því meti.

Ronaldo er nú kominn upp í 737 mörk og vantar hann því einungis 30 mörk til að ná meti Pelé. Ronaldo er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall en hann sagði nýlega að hann gæti spilað þangað til hann er orðinn fertugur. Ef Ronaldo nær metinu þá er þó annar sem gæti náð því líka.

Það er að sjálfsögðu Lionel Messi en hann situr þessa stundina í fimmta sæti listans yfir flest mörk skoruð með 717  mörk. Messi er tveimur árum yngri en Ronaldo og því gæti hann mögulega spilað lengur og reynt við metið líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast