fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Willian nálgast Arsenal – Bjóða honum betur en Chelsea

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kantmaðurinn Willian, sem er mála hjá Chelsea, er sagður vera búinn að samþykkja samning hjá Arsenal.

Willan, sem er 31 árs, vildi ekki skrifa undir framlengingu sem Chelsea bauð honum en framlengingin var til tveggja ára. Hann vildi fá þriggja ára samning eða ekkert frá Chelsea. Arsenal virðist hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem félagið er sagt hafa boðið Willian samning til þriggja ára. Samkvæmt ESPN þá hljóðar samningurinn upp á 100 þúsund pund, eða um 18 milljónir króna, á viku fyrir Willian.

Umboðsmaður Willian, Kia Joorabbchian sagði í samtali við talkSPORT að Willian væri kominn með tilboð frá tveimur félögum í ensku úrvalsddeildinni. Þá sagði hann einnig að þrjú önnur félög í öðrum deildum hefðu áhuga, þar af eitt í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. „Hann ætlar að taka ákvörðun eftir síðasta leik tímabilsins,“ sagði umboðsmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst