Rodriguez hefur verið dugleg að deila myndum af lífinu um borð í snekkjunni. Rodriguez er afar vinsæl á Instagram en rúmlega 19 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum. Rodriguez deildi í dag myndum af sér á þilfari snekkjunnar sem hafa vakið mikla lukku á Instagram. Með þeim á snekkjunni eru börn Ronaldo úr fyrrum samböndum, en einnig dóttir Rodriguez og Ronaldo.
Rodriguez og Ronaldo hafa verið saman í um 5 ár en parið hittist fyrsti í Gucci verslun, þar var Rodriguez að vinna þegar Ronaldo kom til að versla. Á síðasta ári spruttu upp sögusagnir um að parið hefði gift sig í leyni en bæði Ronaldo og Rodriguez hafa blásið á sögusagnirnar. „Við munum gifta okkur einn daginn,“ segir Ronaldo þó. „Það er draumurinn hennar mömmu sem og minn. Svo, einn daginn, af hverju ekki? Hún [Rodriguez] er frábær. Hún er vinur minn og við tölum saman. Ég opna hjarta mitt fyrir henni og hún opnar sitt fyrir mér.“
Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Rodriguez hefur deilt á Instagram undanfarna daga: