fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

„Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum“ segir Máni um hinn umdeilda Brynjólf – „Þessi maður er bara snillingur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Andersen er án efa einn umdeildasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í ár.

Brynjólfur hefur vakið mikla athygli í íslenska boltanum í sumar fyrir færni sína en einnig fyrir hárgreiðslurnar sínar virðist ætla að mæta til leiks með nýja greiðslu í hvern leik. Í leiknum gegn HK hafði hann látið skrifa „bla bla bla“ í hárið á sér. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni,“ sagði þáttarstjórnandinn Gummi Ben í þættinum Pepsi Max Stúkan sem sýndur er á Sttöð 2 Sport.

Gummi hrósaði síðan Brynjólfi fyrir að vera heldur betur að reyna í leiknum. „Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til.“

Máni Pétursson, spekingur þáttarins og útvarpsmaður, talar síðan um Brynjólf og segir að það deili enginn um það að hann sé karakter. „Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum,“ sagði Máni og hélt áfram. „Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið