fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Þrír leikir í efstu deild kvenna í dag: „Íslandsmótið ekki bara tveggja liða keppni“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 20. júlí 2020 12:37

Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Fylkis. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum mjög spenntar fyrir leiknum, erum langflestar heilar, það er fín stemning og við búumst við hörku leik,“ segir Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis.

Fylkiskonur hafa enn ekki tapað leik í deildinni. Kjartan segir liðið vera að senda ákveðin skilaboð með frammistöðu sinni hingað til. „Við erum búin að fara í gegnum, í raun og veru, sterkustu liðin fyrir utan Breiðablik, við spiluðum við þær í bikarnum og það stóð ansi tæpt. Það þykir ekki eins sjálfsagt og áður að Íslandsmótið sé bara tveggja liða keppni,“ segir Kjartan.

Kjartan og Fylkisliðið gera sér grein fyrir því að þær séu kannski ekki að fara að berjast um titilinn. Þær geti þó haft mikil áhrif á hvaða lið tekur titilinn.

Sjöunda umferð í efstu deild kvenna í knattspyrnu heldur áfram í dag. Selfoss sigraði Þór/KA í gær með tveimur mörkum gegn einu. Með sigrinum fór Selfoss í þriðja sætið. Þór/KA er sem stendur í fimmta sæti.

Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 18:00 þegar FH tekur á móti ÍBV. Tveir leikir hefjast klukkan 19:15. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR tekur á móti Þrótt Reykjavík. Umferðin klárast á morgun með stórleik Breiðabliks og Vals.

Framlína landsliðsins í þessum tveimur liðum

Fylkisliðið er búið að fá á sig fimm mörk sem er á pari við efstu liðin. Breiðablik og Valur hafa þó skorað lang mest allra liða. „Þetta er munurinn á liðunum. Ef maður horfir á framlínu íslenska landsliðsins þá kemur hún alfarið úr þessum tveimur liðum,“ segir Kjartan.

Fljótar og hættulegar

Kjartan býst við Stjörnuliðinu öguðu og þéttu. „Þær hafa spilað frábæran varnarleik á köflum. Ég veit að þær eru með nokkrar ungar sem eru fljótar og hættulegar. Þær geta varist vel og sótt hratt. Það er spurning hvaða Stjörnuliði við erum að fara að mæta. Þær hafa spilað gríðarlega vel og svo hafa þær alveg misst hausinn. Þær hafa verið svolítið on og off. Við búumst við þeim on í kvöld.“

Fædd 2004 hefur spilað gríðarlega vel

Sara Dögg Ástþórsdóttir er ungur leikmaður fædd árið 2004. Hún er að glíma við smávægileg meiðsli og verður ekki með í kvöld. „Við höfum verið að bíða eftir henni. Hún er ung og efnileg 16 ára stelpa sem hefur spilað gríðarlega vel. Hún verður vonandi með í næsta leik.“ Sara hefur komið við sögu í einum leik í deildinni og byrjaði bikarleikinn á móti Blikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt