fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Klara um þá sem neituðu að mæta til vinnu í gær: „Við þvingum engan til að mæta til leiks“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 09:01

Klara og fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú staðfest smit eru í efstu deildum í knattspyrnu, tvö hjá liðum í efstu deild kvenna og eitt í efstu deild karla. Fjögur lið eru í sóttkví vegna þess.

Smitum er að fjölga en þau tilfelli sem eru staðfest á Íslandi síðustu daga eru flest tengd fótboltaheiminum. „Þetta er ekki bara að koma upp í knattspyrnunni, smitum í Evrópu er að fjölga aftur. Það var varað við því að við þessu mætti búast, þetta ætti ekki að koma neitt mikið á óvart,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ á RÁS2 í morgun.

Ljóst er að mótin riðlast eftir þessi tíðindi um smitin. „Mótanefnd kemur saman á eftir, við förum yfir þetta núna og förum að endurraða á næstunni. Við höfum svigrúm í efstu deild kvenna.“

Í gær kom upp atvik þar sem Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson leikmenn Þórs neituðu að spila með liðinu í Lengjudeildinni vegna ótta við smit. Ástæðan var sú að andstæðingar þeir Leikni F hafði mætt Stjörnunni í síðustu viku. Í Stjörnunni er staðfest smit en leikmaður Stjörnunnar var ekki með í leiknum gegn Leikni, hættan á smiti var því lítil.

„Við þvingum engan til að spila fótbolta, það eru margir í vinnu hjá sínu félagi. Mál sem þurfa að skoða innan félaganna. Við þvingum engan til að mæta til leiks,“ sagði Klara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því