fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Kristján segir stöðuna svarta í Vesturbæ – „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 12:26

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svört staða er í Vesturbæ ef marka má Kristján Óla Sigurðsson sérfræðing Dr. Football en þetta kom fram í þætti dagsins. Kristján Óli sagði að KR hefði ekki getað borgað laun frá því í mars.

Kristján kveðst vera með samskipti leikmanns við stjórn knattspyrnudeildar KR þar sem hann er beðinn um að afskrifa laun sín um nokkurt skeið. „Við höfum stungið á þessu, ég hef kafað dýpra og fengið meira upp. Þetta kom í kjölfarið að KR hafa leitað um allan bæ að miðverði. Þá vantar miðvörð en menn fá ekki borgað. Núverandi leikmenn, það fer ekkert sérstaklega vel í þá þegar það á eftir að borga launin,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins.

Kristján segir stöðuna ekki góða í Vesturbænum. „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt. Menn beðnir um að afskrifa, ég er með skjáskot af tölvupósti til leikmanns.“

Ekki náðist í Pál Kristjánsson formann knattspyrnudeildar KR við vinnslu fréttarinnar.

Kristján segir að í pósti stjórnar komi fram að leikmaðurinn gefi eftir laun þangað til fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn fer fram. „Þar er verið að biðja menn um að afskrifa laun og orðrétt stendur að samþykkja að enginn laun verði greidd út fyrr en mánaðamótin eftir að fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn hefur farið fram.“

Mörg félög eru í fjárhagsvandræðum þessa dagana en kórónuveiran og fleira hefur haft þar áhrif.

Fram kemur í máli Hjörvars Hafliðasonar að KR hafi fundað Martin Rauschenberg varnarmanni Stjörnunnar en hann á einnig að hafa fundað með FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga